/

Laugardagur 15. september

Rímnakveðskapur fyrir byrjendur

Tímasetning: Laugardagur 15. september kl. 11:00 - 12:30

Leiðbeinendur: Bára Grímsdóttir

Staðsetning: Iðnó, Sunnusalur

Miðar: 1.900 kr.

Um viðburðinn:

Þráður hinnar sérstöku íslensku rímnasönghefðar nær aftur til miðalda. Á þessu námskeiði mun okkar allra reyndasta kvæðakona, Bára Grímsdóttir, kynna fyrir okkur upptökur með kvæða- og rímnalögum úr Kjósinni sem safnað var á 20. öld. Rímnalögin hafa jafnan flust munnlega á milli kynslóða, þannig að hver hefur lært af öðrum. Þeirri hefð verður fylgt hér og kennt eftir eyranu.  

Folk Dance-floor Survival 101

Tímasetning: Laugardagur kl. 13:30 - 15:00

Leiðbeinendur: Barnaby Walters and Lauge Dideriksen 

Staðsetning: Iðnó, aðalsalur 

Miðar: 1.900 kr. 

Um viðburðinn:

Í þessari vinnustofu lærir þú nokkur hefðbundin dans form sem iðkuð hafa verið í Evrópu síðustu aldirnar. Þú lærir hvernig hægt er að spinna út frá þeim og hvernig á að athafna sig með reisn á dansgólfinu. 

Þessi vinnustofa er fyrir alla sem: 

  • Hafa hlustað á þjóðlagatónlist og hugsað með sér; “Þetta hljómar mjög dansvænt, en hvernig skal dansað?” 

  • Spila hefðbundna danstónlist og vilja að hún hljómi dansvænni.

  • Eru að leita leiða til að dansa við þjóðlagatónlist án flókinna dansspora, dansstjóra, kynjahlutverka, eða úrelts valdaójafnvægis.  

    Það þarf ekki sérstaka skó eða búnað til að taka þátt en gott er að mæta í þægilegum fötum sem auðvelt er að hreyfa sig í. Það þarf ekki að mæta með dansfélaga upp á arminn en endilega taktu sem flesta vini með! Um tónlistina sér hinn þaulreyndi dans tónlistarmaður, tónskáld og stjórnandi Lauge Dideriksen. 

Leiðarvísir til að spila á Langspil

Tímasetning: Laugardagur kl. 15:30 - 17:00

Leiðbeinandi: Chris Foster

Staðsetning: Iðnó, Sunnusalur

Miðar: 1.900 kr.  

Um viðburðinn: 

Árið 1855 gaf Ari Sæmundsen út bók sína “Leiðarvísir til að spila á langspil og til að læra sálmalög”. Bókin er eina sinnar tegundar um langspils-iðkun. Í þessari vinnustofu fáum við að kynnast hugmyndafræði Ara í kringum langspilið og lærum jafnframt einfalt kerfi sem hann hannaði til þess að skrifa niður og læra lög. Allir fá tækifæri til þess að prófa að spila á langspilið. Langspils eigendur eru hvattir til að taka langspilin sín með og deila með öðrum þátttakendum sinni sýn og nálgun á þetta hefðbundna íslenska hljóðfæri. Fyrir þá sem ekki eiga langspil verða hljóðfæri á staðnum til að spreyta sig á.